Systursamtök

Round Table hreyfingin hefur síðan 1927 þróast í fimm sjálfstæðar hreyfingar sem öll starfa í dag náin saman. Á Íslandi eru klúbbar starfræktir undir merkum þriggja alþjóðahreyfinga stofnaðir af meðlimum og mökum Round Table.

Ladies Circle

Árið 1932 stofnuðu makar teiblara fyrsta Ladies Circle klúbbinn og fjölgaði öðrum klúbbum nokkuð hratt þar á eftir. Fram til 1993 var hreyfingin aðeins opin mökum karlana í Round Table en frá því ári hefur hreyfingin verið opin öllum konum á aldinum 18 til 45 ára. Round Table Ísland heldur á árshátíðina og aðalfundinn (AGM) saman og í samstarfi með Ladies Circle. Þann 30. apríl 1988 var fyrsti LC klúbbur (LC-1 Akureyri) stofnaður af mökum RT-5 Akureyri. http://www.ladiescircle.is og http://www.ladiescircleinternational.org/

Old Tablers (41 Club)

Old Tabler hreyfingin eða 41 Club er opin fyrrum Round Table meðlimum sem náð hafa hámarksaldur Round Table hreyfingarinnar. Formlega var hreyfingin stofnuð árið 1945 en fyrstu klúbbarnir urðu til upp úr 1936. Hlutverk þeirra eru áþekk við Round Table og hefur hreyfingin stækkað verulega hér á landi og er alltaf að eflast. Á Íslandi var fyrsti klúbburinn stofnaður 1997. http://www.41.is/ og http://www.41club.org/

Agora

Fyrstu klúbbar voru stofnaðir 1987 af fyrrum Lady Circles meðlimum. Í dag er hreyfingin í fjölmörgum löndum, m.a. á Íslandi síðan 2013. Hreyfingin er opin konum 42 ár og eldri. http://www.agoraclubinternational.com og https://www.facebook.com/Agora-%C3%8Dslandviltu-vita-meira-2022813607931711/