Alþjóðlegur félagsskapur ungra manna á aldrinum 20 – 45 ára. Félagar eru úr hinum ýmsu starfsstéttum þjóðfélagsins.

Tilgangur Round Table er að sameina unga menn úr mismunandi starfsgreinum til að öðlast betri skilning á þjóðfélaginu og stöðu einstaklingsins innan þess. Að lifa eftir einkunnarorðunum “Í vináttu og samvinnu”. Að auka alþjóðaskilning og vináttu með aðild að Round Table International. Einkunnarorð Round Table eru: Tileinka – Aðlaga – Bæta

Hugmyndin að einkunnarorðum Round Table er tekin úr ræðu prinsins af Wales á iðnaðarsýningu sem haldin var í Birmingham 1927, sem er stofnár hreyfingarinnar. Hann sagði meðal annars: 

“The young business and professional men of this country must get together round the table , adopt methods that have proved so sound in the past, adapt them to the changing needs of the time, and wherever possible, improve them”

— HRH PRINCE EDWARD, PRINCE OF WALES

Stofnandi hreyfingarinnar fékk því bæði nafn hennar og einkunnarorð úr þessari gullnu setningu: „Ungir menn í viðskipta- og atvinnulífi þessa lands, verða að koma saman HRINGinn umhverfis BORÐIÐ, TILEINKA sér aðferðir, sem hafa áður reynst farsælar, AÐLAGA þær breytilegum þörfum nútímans og BÆTA þær hvenær sem það er mögulegt“.

 
2.Fulltruaradsfundur2019_040.jpg
 

Starfið

Á Íslandi starfa 16 klúbbar og er hver klúbbur aldrei stærri en 30 einstaklingar. Almennir klúbbfundir eru haldnir í annarri hverri viku yfir vetrarmánuðina og eru þeir fyrirfram ákveðnir samkvæmt dagskrá sem er ákveðin í upphafi starfsárs.

Klúbbastarfið hefst á fundi nýrrar stjórnar yfirleitt í maí og lýkur á aðalfundi í apríl. Fundir eru mismunandi en þeim er ýmist blandað saman við skemmtun, heimsóknir, kynninga og í raun allt það sem félögum dettur í hug.

Landsstarfið byggist upp á samvinnu allra klúbba. Allir klúbbar hafa aðild að fulltrúaráði sem er æðsta vald hreyfingarinnar en hún kýs svo Landsstjórn. Haldnir eru fjórir stórir fundir á ári þar sem fulltrúaráðið kemur saman og tekur ákvarðanir um málefni hreyfingarinnar.

Alþjóðastarfið er gríðarlega stórt en hreyfingin er með starfsemi í yfir 50 löndum og er enn að stækka. Á hverju ári eru haldnir tveir stórir fundir, hálfs árs fundur og aðalfundur. Þess utan eru svæðisfundir utan alla opnu fundi sem klúbbar halda víðsvegar um heiminn.

Sama hvort þú takir þátt í klúbbastarfinu, landsstarfinu og eða alþjóðastarfinu þá er ýmist sagt um þessa hreyfingu að þetta sé eins og að hitta gamla og góða vini í fyrsta skiptið.

 
42492805_10217177081801816_6814342812016836608_o.jpg
 

Viltu taka þátt?

Round Table er að eðli sínu ekki leynileg samtök eða lokuð. Samt sem áður til að gerast meðlimur í hreyfingunni er ekki nóg að sækja bara um, virkur félagi þarf að bera viðkomandi upp til samþykktar innan síns klubbs. Hafir þú áhuga á að fræðast meira um starfið eða hefur áhuga á að taka þátt vísum við á klúbbskipan okkar en þar getur þú haft þá beint samband við klúbbana. Nánar um starfið okkar á

Nánar um okkur →

 

Helstu bakhjarlar okkar