Teiblum saman – Jón Fannar Karlsson-Taylor

Vikurnar frá því að ég kynnti framboð mitt í embætti varaforseta Round Table Ísland hafa verið frábærar.  Ég hef heimsótt klúbba auk þess að hitta teiblara utan funda til að kynna mér betur starfið í klúbbunum og að kynna mig. Hlakka ég mikið til að taka þátt í fleiri fundum, hitta fleiri klúbba og teibla með sem flestum!

Þessir fundir sem ég hef sótt hafa verið afar fjölbreyttir og er gaman að sjá að sú ORKA og VINÁTTA sem einkennir Round Table er sterk í öllum klúbbum. Fái ég kosningu sem varaforseti mun ég vinna náið með klúbbunum að því að efla enn frekar vináttu og samstarf milli klúbba – undirstaðan að góðu starfi hreyfingarinnar eru sterkir klúbbar sem vinna saman.

Ég hef verið teiblari í rúman áratug og hefur starfið gefið mér mikið. Í Round Table hef ég tekist á við nýjar áskoranir, meðal annars með því að fara út fyrir kassann og kynnast nýjum vinum og læra og fylgja nýjum siðum. Einkunarorð hreyfingarinnar eiga vel við – TILEINKA, AÐLAGA, BÆTA.

Í Round Table kynnumst tökumst við allir á við áskoranir og eignumst nýja vini úr öllum áttum. Vini sem tilbúnir eru að hittast og teibla við hvert tækifæri. Ef ég hef ekki þegar hitt þig, þá hlakka ég til að hitta þig og teibla!

Hálendis-teibl? Nú stefnir í sögulegan fund í Hrauneyjum (RT14 Selfoss), 3-4 Febrúar 2017. Fulltrúaráðsfundir eru skemmtilegustu fundir sem hægt er að sækja í teiblinu – hér hittumst við og gerum okkur glaðan dag saman. Ég hlakka mikið til að hitta þig þar og teibla. Ef þú hefur ekki áður sótt fulltrúaráðsfund þá hvet ég þig til að koma og taka þátt, þú verður ekki svikinn af því! http://www.roundtable.is/februarfundur/

Þinn í teiblinu,

Jón Fannar Karlsson-Taylor, RT-8

Frambjóðandi í embætti Varaforseta 2017-2018

Gjaldkeri Landstjórnar RTÍ 2015-2017

Be the first to comment

Leave a Reply

Support