RT Treyjur – Ný pöntun fyrir 20. janúar nk.

Elskulegir vinir,

RTÍ sjoppan og Henson eru að sjóða saman í nýja pöntun á sölu RT treyjum fyrir alla Teiblara sem þess óska og verða afhentar á fulltrúaráðsfundinum 4. febrúar nk í Hrauneyjum. Þetta er stórglæsileg hönnun sem var frumsýnd á alheimsfundi RTI í Nepal sem vakið hefur mikla athygli erlendis  og hafa allmargir Teiblarar nú þegar fengið sér þessa fallegu treyju. Steinliggur á alla RT viðburði heima sem erlendis.

Salan á þessum treyjum fer aðeins fram í pöntunarformi og vegna anna núverandi sjoppustjóra er Landstjórn tímabundið búin að taka við sjoppu RTÍ. Allar pantanir sendist á iro@roundtable.is fyrir 20. janúar nk.

Stærðirnar á treyjum er hefbundin þannig að óþarfi er að gera einhverjar mátanir, ég er t.d. XXL í dag (185cm og 110 kg skriðdreki :))

1470953471571

Allar treyjur eru merktar með nafni kaupanda (eða því nafni sem hann óskar eftir) og klúbbnúmer hans sett á treyjuna sbr. mín treyja er nr. 5, Gulla forseta nr. 10 o.s.frv.

Verðið per treyju er 9.900 kr og greiðist við afhendingu eða millifært á sjoppureikning RTÍ, kt. 670789-2419 og b. 111-26-670790 (setja nafn í skýringu)

Við gerð pöntun þurfa eftirfarandi upplýsingar að koma fram:

Stærð: S, M, L, XL, XXL, XXXL, XXXXL

Nafn á treyju (ykkar val): xxxxx t.d. HELGI o.s.frv.

Klúbbnúmer: 1-16

Sjá útlit treyju hér fyrir neðan í pdf formi (forsetatreyjan hans Gulla)

round-table_treyja_2016_pr_9_stadfest

Ykkar vinur í Teiblinu,

Helgi Rúnar, IRO RTÍ 2016-2017

Be the first to comment

Leave a Reply

Support