RT-1 fyrstir og fremstir í Helsinki sumarið 2018

Ég og George frá Kýpur

Dagana 24. til 27. maí sl. hittust Ásar víðsvegar að úr Evrópu í Helsinki þar sem var haldin samkoma þeirra fyrstu og fremstu. Það voru 8 félagar skráðir frá RT-1 Reykjavík en þar af voru 5 að fara á sitt fyrsta númeramót. Á fundinum voru saman komnir saman um 110 teiblarar frá um 15 löndum utan heimamönnum. Við fórum tveir félagar degi á undan út til að hita okkur upp. Við hittum bæði aðra teiblara sem voru komnir á svæðið á undan en einnig heimamenn.

Herlegheitin byrjuðu svo á fimmtudeginum. Restin af íslenska hópnum mætti á svæðið um miðjan dag. Dagskráin hófst á kvöldverði en fór hópurinn út að borða saman á veitingastað sem kallast The Cock. Eftir matinn um kvöldið var ferðinni heitið á skemmtilegan næturklúbb Kaarle XII sem var á nokkrum hæðum og valdi maður hæð eftir því hvernig tónlist maður vildi hlusta á. Staðurinn er gömul höll og mjög flottur. Eins og þið vitið kæru bræður eru íslenski ásar ekki þekktir fyrir annað en að fara mjög seint að sofa og djamma fram undir morgun og eru evrópskir ásar ekki miklir eftirbátar okkar.

Á leið í finnska gufu

Dagurinn var tekinn snemma á föstudeginum, sumir lögðu sig í ca. 40 min um morgunin áður en dagskráin átti að hefjast. Heitt var í Helsinki þessa helgi og var hitinn um 25°C allan tíman. Á föstudags morgninum voru saman komin rúmlega 100 þreyttir og þunnir menn (og nokkrar konur) í steikjandi hita á tröppunum fyrir framan hótelið. Okkur Íslendingunum fannst menn og konur hálf slöpp og ákváðum að bjóða liðinu upp á einn kaldan til að hressa fólk aðeins við enda klukkan að verða 10:00 og allir full rólegir ennþá, en þetta var hluti af kosningabaráttu okkar við að halda fundinn árið 2020. Gestgjafarnir voru búnir að bóka fyrir hópinn alvöru finnskt gufubað á stað sem heitir Löyly og átti baðið að hjálpa til við að laga heilsu manna með því að svitna út þynnkunni og gera þá tilbúna í áframhaldandi fjör.

Í heimapartýi

Eftir gufuna var ferðinni heitið á listasafn (eða ég held það, undirritaður ákvað að fara upp á hótel og safna smá orku fyrir kvöldið). Á föstudags kvöldinu voru heimapartý. Þetta var að mínu mati einhver skemmtilegasti og besti tími helgarinnar. Hver heimamaður bauð í partý og mat heim til sín. Í flestum tilfellum voru ekki fleiri en 2 frá hverju landi í hverju partýi sem hjálpaði mikið til við að hnoða hópinn saman og kynnast mönnum betur, en þegar allur hópurinn er saman kominn. Gestgjafinn minn fékk félaga sinn sem er trúbador til að koma og spila fyrir okkur, sem var hreint út sagt geggjað en gaurinn spilaði í um klukkutíma.

Ég og Michalis frá Kýpur

Um kvöldið hittust svo öll partýin á næturklúbb sem var opinn fram eftir morgni og var mikið fjör. Einn af okkur tók plötusnúðinn hálstaki og neitaði að sleppa honum nema hann myndi spila Reykjavík með Emmsé Gauta. Þakið ætlaði af pleisinu og RT-1 Reykjavík átti staðinn á meðan. Geggjað móment.

Á laugardeginum var svo komið að AGM fundinum sjálfum hann var haldinn á Royal Crowne Plaza. Þar var kosið um hvar halda ætti fundinn árið 2020, við vorum með í kosninga baráttunni ásamt; Tallin, Bergen, París og Barsov. Tallin bar sigur úr bítum enda erfitt að keppa við verðin á áfenginu og öðru þar. Eftir fundinn var Banner lunch sem var haldinn á sama stað og sumir voru orðnir þreyttir og þurfti að fara með þá upp á hótelið til að láta þá hvíla sig fyrir gala kvöldið.

Frá gala kvöldi

Um kvöldið var gala sem var haldinn á stað sem heitir Bankinn eða The bank. Þar voru haldnar tölur og skemmtiatriði, allt settlegt og flott. Eftir að þeim atburði lauk var haldið á enn einn skemmtistaðinn að nafni Teatteri þar sem menn eyddu síðustu stundunum saman og skemmtu sér vel.

Þessi ferð var heilt yfir frábær og þessi félagsskapur sem við tilheyrum gerir það að verkum að hún var það. Við erum allir ólíkir og komum úr ólíkum áttum en tilheyrum samt allir Round Table. Öllum er tekið með opnum örmum og við lifum í bræðralagi. Eftir að ég kom heim úr ferðinni þá sá ég mynd á Facebook síðunni okkar sem súmmerar þetta ansi vel upp sem hinn mikli teiblari Þórhallur póstaði á síðuna. Tengsla netið mitt hefur stækkað gríðarlega og ég hef eignast vini út um alla Evrópu eftir þessa ferð.

Nú fyrir skemmstu var einn sem ég kynntist í Helsinki staddur hér á landi í heimsókn hjá einum í klúbbnum mínum. Við fórum út að borða saman og rifjuðum upp þessa frábæru daga sem við áttum saman í Helsinki og ræddum um hversu gaman það verður hjá okkur á næsta ári á Euroone á Kýpur! Skráningin er byrjuð og ég er nú þegar búinn að skrá mig í þá ferð. Hlakka mikið til að styrkja vinskapinn við þá sem ég kynntist í Helsinki og eignast fleiri nýja vini í leiðinni.

Ég hvet alla sem ekki hafa farið í svona ferðir að prófa erlenda starfið. Svona ferð erlendis tekur þennan félagskap upp á allt annað „level“.

Jón M. Bergsson RT-1
Fyrstir og fremstir.

Be the first to comment

Leave a Reply

Support