Nýir félgar, hvernig virkar það?

Sælir félagar

Ég ætla í þessum fyrsta fræðslupistli að fara yfir það ferli sem snýr að nýjum félögum. Hverja við veljum inn og hvernig er staðið að því.  Það sem kemur fram hér að neðan er úr siðareglum Round Table Íslands.

NÝIR FÉLAGAR

ENDURNÝJUN Í KLÚBBUM
Félagar í klúbbunum eru karlmenn á aldrinum 20-45 ára. Reglan um hámarksaldur félaga í RT er einn af hornsteinum hreyfingarinnar. Hún hefur í för með sér að stöðug endurnýjun þarf að eiga sér stað í klúbbunum. Stöðugt skal hugað að “réttum” nýjum félaga. Klúbbfélagar séu úr mismunandi starfsstéttum og að aldursdreifing sé góð, þannig að ekki komi upp kynslóðaskipti”. Að öllu jöfnu skulu ekki vera fleiri en tveir félagar úr sömu starfsstétt í hverjum klúbbi. Það eru RT-félagar, hver og einn þeirra, sem bera ábyrgð á því að þetta einkenni RT haldist. Bregðist endurnýjunin eða rangt að henni staðið, þá hrörnar hreyfingin. Höfum þetta stöðugt í huga og vöndum valið.

UMSÓKN UM NÝJAN FÉLAGA
Þegar hugað er að endurnýjun skal það gerast á formlegan hátt. Tillaga um nýjan félaga skal senda útbreiðslunefnd klúbbsins, með sem flestum upplýsingum um hann. Formaður nefndarinnar ber upp tillöguna á klúbbfundi, ásamt framkomnum upplýsingum. Nýr félagi fær boð um inngöngu í klúbbinn, ef samhljóða samþykki fæst í leynilegri atkvæðagreiðslu. Eftir þriggja funda setu getur viðkomandi gerst félagi í klúbbnum, með sérstakri inngöngu. Stjórn klúbbsins skal skipa nýjum félaga tilsjónarmann, skal hann annast um hinn verðandi félaga og kynna honum lög og siði RTÍ.
Klúbburinn er skyldugur til að senda landsstjórn tilkynningu um inntöku nýrra félaga, viku fyrir inntöku.
Í ofangreindri atkvæðagreiðslu skulu félagar vera mjög jákvæðir í garð hins nýja félaga og einungis greiða atkvæði honum í mót, ef félaginn getur ekki hugsað sér að starfa áfram í klúbbi sínum með hinum nýja félaga.
INNTAKA NÝRRA FÉLAGA
Formleg inntaka nýrra félaga skal vera í höndum stjórnar hvers klúbbs. Við inntöku skal nýjum félaga afhent áritað aðildarskjal. Helst ætti að taka inn nýja félaga þegar eitthvað “sérstakt” er á dagskrá og athöfnin ætti að hafa nokkuð hátíðlegt yfirbragð.
Formaður klúbbs flytur í það minnsta texta þann er á aðildarskjalinu stendur, afhendir hinum nýja félaga skjalið og nælir í hann barmmerki hreyfingarinnar. Við sama tækifæri er honum afhent félagatal RTÍ með lögum og siðareglum og sömuleiðis fáni klúbbsins til eignar. Ef fleiri en einn nýr félagi er tekinn inn í einu er það mat formanns hvort hann fer með allan texta skjalsins oftar en einu sinni.
Viðstaddir félagar rísi úr sætum, stilli sér upp við hlið formanns og heilsi nýjum félaga með handabandi og bjóða hann velkominn. Þetta skal ávallt vera fastur liður, en hins vegar ætti hver klúbbur að koma sér upp formanns og heilsi nýjum félaga með handabandi og
bjóða hann velkominn. Þetta skal ávallt vera fastur liður, en hins vegar ætti hver klúbbur að koma sér upp sínum föstu hefðum.

AÐILDARSKJAL
Við inntöku nýrra félaga er afhent áritað aðildarskjal. Aðildarskjalið er þar til gert skjal sem rita þarf á nafn nýja félagans, númer klúbbs, heiti starfsstéttar sem hann er fulltrúi fyrir, dagsetningu inntöku og undirskrift viðkomandi forseta RTÍ og klúbbformanns.

Í aðildarskjalinu kemur fram texti, sem segir frá því viðmóti sem ætlast er til að félagar sýni hinum nýja félaga, einkunnarorð RT og þær kröfur sem gerðar eru til félagans og honum ber að fylgja og virða. Forseti hefur umsjón með vörslu og afhendingu óútfylltra skjala. Minnst einni viku fyrir inntöku er landsstjórn tilkynnt fyrirhuguð félagsaðild viðkomandi félaga og sér landsstjórn um að skjalið verði áritað og tilbúið í tæka tíð.

Með Round Table kveðju

Þórhallur Harðarson, ritstjóri RTÍ 2014/2016

Be the first to comment

Leave a Reply

Support