Jólakveðja RTÍ

Kæru vinir í Round Table á Íslandi,

Nú eru vonandi allir komnir í góðan fjölskyldugír fyrir komandi jóla- og áramótahátíð. Á svona stundum er þó alltaf gaman að staldra við og íhuga hvað árið er svo sannarlega búið að vera viðburðaríkt og skemmtilegt hjá okkur í Teiblinu. RT Ísland er ekki lengur smáríki í augum okkar alþjóðlegu vina í Teiblinu, heldur höfum við stimplað okkur rækiliega inn með magnaða fjölgunarprósentu í nýjum félögum og stórkostlega frammistöðu á okkar erlendum viðburðum á árinu sbr. EMA fundinum í Kýpur og haldið svo eitt besta NTM mót síðustu ára. Við eigum allir þátt í þessari mikilli velgengni enda byrjar þetta allt í klúbbstarfinu og fulltrúaráðsfundum sem landstjórn tekur svo áfram í erlenda starfið. Við getum ávallt bætt okkur þó hlutirnir gangi vel í dag og þar kemur endurnýjun nýrra félaga sterkast inní, nýir félagar halda okkur á tánum og saman byggjum við upp betra Round Table starf til framtíðar. Vona ég að allir klúbbar sem hafa fengið Vinarhornið nýti það vel til að byggja vinskapinn upp innan ykkar klúbbs og þá sérstaklega með nýliðum klúbbanna ofarlega á vinarboðslistanum 🙂

Að lokum langar mig að minna á framboð til Varaforseta og IRO næstu landstjórnar en umsóknarfresturinn rennur út 31. desember nk. Framboð til embættis Siðameistara og Ritstjóra landstjórnar rennur á 3. Fulltrúaráðsfundi, 13. Febrúar, sem verður í umsjón RT2 Reykjavík.

Þessi framboð hafa nú þegar verið tilkynnt til landstjórnar:

Baldvin Samúelsson RT3 til Varaforseta RTÍ 2016-2017

Helgi Rúnar Bragason RT5 til IRO RTÍ 2016-2017

Þorgils Þorgilsson RT3 til embætti Siðameistara 2016-2018

Fyrir hönd landstjórnar, óska ég ykkur öllum og fjölskyldum ykkar gleðilegrar jóla og farsældar á nýju ári….MAY THE FORCE BE WITH YOU!

Ykkar vinur í Teiblinu,

Helgi Rúnar Bragason

Forseti RTÍ 2015-2016

FRIENDS FOREVER

11204457_1092984647396726_3198814379827472208_n RT-Nepal

Be the first to comment

Leave a Reply

Support