Jólakveðja Forseta

Baldvin Samúelsson

Kæru bræður.
Það er mér sönn ánægja að að fá að rita til ykkar jólakveðju eða meira jóla hugrenningu.
Ég ólst upp við það sem barn að jólin væru tími til að fagna afmæli Jesú og um jólin fengi maður gjafir og gott að borða.
Það í mínum huga var jú mjög mikilvægt að fá mat en aðalmálið voru pakkarnir þá sérstaklega frá ömmu og afa, þar sem ég var í miklu uppáhaldi þá voru þeir nú oft í stærra lagi.
Þegar maður eldist og þroskast þá eru það ekki pakkarnir sem maður man eftir heldur þessi einstöku móment eins og að leggja sig með afa áður en að matur var borinn fram eða horfa á barnaefnið með systrum mínum með fullar skálar af konfekti og malt og appelsín í glasi.
Í dag eru jólin minn tími með fjölskyldunni og hann er heilagur, því ekki gefst mikill tími fyrir fólk á þeirri gervihnatta öld sem við lifum og fyrir vikið minnkar sá tími sem við höfum með fjölskyldu, vinum og fyrir okkur sjálfa í að rækta og næra sálina.
Það er því mín áskorun til þín bróðir kær að líta þér nær á þessum jólum og njóta samveru með þeim sem þér þykir vænt um, við tökum svo 2018 á bróður kærleika og gleði og látum sannan Round Table anda næra sálina.
Um leið og ég vil óska þér og fjölskyldu þinni gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári þá þakka ég fyrir samskiptin og þann hlýhug sem mér hefur verið sýndur á líðandi ári.

Jólakveðja
Baldvin Samúelsson
Forseti RTÍ 2017-18

 

Be the first to comment

Leave a Reply

Support