Jóhannes Ragnarsson – Framboðsgrein til IRO

Sælir vinir mínir, að tilefni framboði mínu til IRO RTÍ langar mig að hafa smá örkynningu á sjálfum mér og því sem ég hef að bjóða í þetta starf.

Jóhannes heiti ég og er 33. ára, Djúpavogsbúi búsettur á Reyðarfirði og núverandi formaður RT-16.  Ég er giftur Sirrý Ándrésdóttir og eigum við saman eina dóttur og tvo syni. Ég er rafvirki að mennt og starfa á Viðhaldsvakt Alcoa.

Ég vissi fljótlega að Round Table væri eitthvað fyrir mig, og eftir að ég mætti á minn fyrsta á fulltrúaráðsfund var ekki aftur snúið, í dag eru þetta ósnertanlegir dagar í dagatalinu mínu og hef ég ekki misst af fundi í næstum þrjú ár. Ég hef tvisvar sótt Round Table viðburði út fyrir landsteina,. Fyrst á Euromeeting í Nürnberg, síðan á 90 ára afmælishátíð Round Table í Winchester ásamt fjölda eðal teiblurum.

Ástæða þess að ég býð mig fram til IRO er einföld mig langar að vinna við það sem ég elska, hitta teiblara, eignast vini og allt það góða sem hreifingin hefur að bjóða, en einna helst langar mig til að kanna “Hvað get ég gert fyrir Round Table”, og er ég viss um að það er hellingur, hvort sem það verður að heimsækja klúbba innanlands eða styrkja stöðu RTÍ útí heimi þá er ég tilbúinn.

 

Takk fyrir mig, Gleðilegt nýtt ár og vonandi sjáumst við sem flestir í febrúar.

Ykkar vinur og teiblari Jóhannes Ragnarsson RT-16 Fjarðabyggð

 

Be the first to comment

Leave a Reply

Support