Georg Fannar Haraldsson – Framboðsgrein til IRO

Sælir elsku vinir,

Eins og flestir ættu að vita þá er ég í framboði til IRO RTÍ (Alþjóðatengslafulltrúi / International
Relation Officer) en vildi þó kynna mig aðeins betur.

Ég er 31. árs, fæddur og uppalinn Akureyringur. Á konu og tvo syni. Starfa á fyrirtækjasviði Vodafone
á Akureyri.

Ég hef verið „all in“ frá fyrsta degi síðan mér var boðið í þennan frábæra félagsskap sem Round Table
er. Þegar ég byrjaði (árið 2011) var ég einungis 25. ára gamall og hef ég mætt á 16 af 18
fulltrúarráðsfundum og hef ekki misst af fulltrúarráðsfundi síðustu 5 árin. Síðustu 5 ár hef ég fengið
100% mætingarpinna landstjórnar vegna mætingu á fundi og hef ég verið duglegur að heimsækja
klúbba, þá sérstaklega hér fyrir norðan og austan, auk fulltrúarráðsfunda út um allt land.
Innnan RT5 hef ég gegnt hinum ýmsu störfum, meðal annars sem vefstjóri, ritari, varaformaður og
formaður. Í dag er ég IRO RT5.

Ástæða þess að ég sækist eftir embætti IRO RTÍ er áhugi minn á innlenda sem og erlenda starfinu. Ég
hef ferðast síðustu 5 árin á erlenda Round Table viðburði og er ótrúlega gaman hvað maður á marga
góða félaga út um allan heim. Erlenda starfið er mér hugleikið og stefni ég á nokkra erlenda viðburði
á árinu, eins og 90 ára afmæli RT5 í Bournemouth, Alheimsfundinn í Sri Lanka og næst NEAR fund, svo
eitthvað sem nefnt.

Ég tel mig hafa þá þekkingu og reynslu á innlenda sem og erlenda starfinu og drifkraft innan Round
Table sem þarf til þess að sinna starfi Alþjóðatengslafulltrúa RTÍ og sækist ég því eftir ykkar atkvæði.
Hlakka mikið til að sjá ykkur á fulltrúarráðsfundinum í febrúar.
Ykkar vinur í teiblinu,

Georg Fannar Haraldsson IRO RT5 &
IRO RTÍ frambjóðandi

P.s. læt nokkrar góðar myndir fylgja með. Lífið er Round Table

 

 

 

 

 

1 Comment on Georg Fannar Haraldsson – Framboðsgrein til IRO

  1. Ég styð Georg í embætti IRO fyrir RTÍ. Kröftugur teilbari sem bætir hreyfinguna og er verðugur fulltrúi okkar. Þetta segi ég og skrifa enda farið á um 20 erlenda RT viðburði sem landstjórnarmaður og almennur félagsmaður.
    Settu X við Georg.

Leave a Reply

Support