Fundartími aðalfundar RTÍ 2015-2016

Ágætu félagar,

Ykkur til upplýsinga þá hefur fulltrúarráð RTÍ tekið ákvörðun um að breyta hefðbundum fundartíma aðalfundar. Þetta er ekki sjálft fundarboðið á aðalfundinn heldur aðeins sent út til ykkar nú uppá að gera þær ráðstafanir í tíma fyrir ykkur til að sækja fundinn. Hann verður settur nú kl. 17 á föstudeginum 6. Maí, í stað kl. 9 á laugardagsmorgun eins og hefð hefur verið.

Með þessum breytingum náum við að byrja laugardagsmorgunin á 1. Fundi nýs fulltrúaráðs og erum við því að létta mun meira á þessum langa degi. Eins og eldri menn vita þá hefur sá dagur því miður verið oft allt of þungur í fundartímum talið sbr. í fyrra þegar við byrjuðum aðalfund kl. 9 og 1. Fundur nýrrar stjórnar sem var eftir hádegi kláraðist ekki fyrr en kl. 17:11 sem er gerir fundarsetu uppá rúmar 8 klst. Þá eigum við eftir að gera okkur klára fyrir árshátíðarkvöldverð RTÍ og LCÍ sem hefur yfirleitt byrjað kl. 19.

Það hefur skapast góð hefð fyrir þessu fyrirkomulagi hjá LCÍ sem hafa unnið þetta svona síðustu ár og það er ekki verið að brjóta nein lög eða siðareglur RTÍ með þessu breytingum, heldur aðeins verið að vinna eftir einkunarorðum RTÍ og reyna Tileinka, Aðlaga og Bæta starfið til muna sem hugsanlega endurspeglar nýja og betri hefð til framtíðar.

Ég vona að allir taki þessum breytingum með jákvæðu viðhorfi og horfi frekar á þetta sem gott tækifæri fyrir hreyfinguna að gera árshátíðarhelgarnar okkar árangursríkari og skemmtilegri heldur en að horfa til einstakra persónulegrar áreksta með þessum breyttum fundartíma.

TILEINKA – AÐLAGA – BÆTA

Ykkar vinur í Teiblinu,

Helgi Rúnar Bragason

Forseti RTÍ 2015-2016

FRIENDS FOREVER

Be the first to comment

Leave a Reply

Support