Fundarboð aðalfundar RTÍ 2017

KÆRU VINIR Í TEIBLINU

Hér kemur fundarboð vegna aðalfundar RTÍ sem haldinn FÖSTUDAGINN 5. maí nk. í OFFICERAKLÚBBNUM Grænásbraut 619 á Ásbrú í Reykjanesbæ.

Í viðhengi er fundarboð/dagskrá aðalfundar, umboð, fundargerð 3. fulltrúaráðsfundar og fundarboð fánaskiptafundar frá IRO RTÍ.

Fundarklæðnaður á aðalfundi er skyrta, hálstau, jakki og embættistákn ef við á.

Formenn verða að skila skýrslu klúbba á pappír til landstjórnar svo við getum varðveitt sögu Round Table á Íslandi hjá Þjóðskjalasafni Íslands skv. samþykktum lögum á síðasta aðalfundi, lög 6.6 Varðveisla skjala

Stjórnarskipti verða á aðalfundi skv. lögum og fyrst undir þeim lið mun forseti skipta á fánum við klúbbformenn.

Fánaskiptafundurinn sjálfur verður svo haldinn strax á eftir aðalfundi þ.e. á föstudagskvöldinu og verður matur partur af fundinum en þetta er líka fyrir þá erlendu Teiblara sem koma á fundinn og þar fara fram allar viðurkenningar og verðlaun fyrir starfsárið.  Því vill ég minna Teiblara og klúbbformenn að mæta með alla farandbikara og skildi eða koma þeim á landstjórn svo hægt sé að endurúthluta þeim. Í ár eru tveir klúbbar sem fagna stórafmæli en það er RT-11 sem verður 20 ára, stofnaður 25. apríl 1997 og svo RT-16 sem er 10 ára stofnaður 20. apríl 2007.  Hefð er fyrir því að klúbbar veiti afmælisgjafir við slík tilefni og mun það fara fram undir þessum lið.

 

 ÁRSHÁTÍÐ LCÍ & RTÍ

Þetta er árshátíðarhelgin okkar allra sem frábær Side by Side samvinna LC6 og RT10 hefur staðið af í meira en ár og veit ég það fyrir víst að það er allt lagt í þessa helgi hjá þessum klúbbum. Hermannaþema mun einkenna föstudagskveldið og byrjar það klukkustund eftir að fánaskiptafundi á að ljúka.  Árshátíðin á laugardagskvöldinu verður Gala kvöld eins og svo oft áður þar sem við höfum gaman saman.

Skráning gengur mjög vel og endilega drífa sig að skrá sig á síðunni okkar – http://agm.roundtable.is/

Viðhengi:

Fundarboð Aðalfundar RTÍ 2016-2017

Fundarboð Fánaskiptafundar RTÍ 2016-2017

Fundargerð 3. Fulltrúaráðsfundar RTÍ 2016-2017

RT-Umboð – Aðalfundur RTÍ 2016-2017

 

Ykkar vinur í Teiblinu,

Gunnlaugur Kárason

Forseti RTÍ 2016-2017

One Table – One World

Be the first to comment

Leave a Reply

Support