Fundarboð Aðalfundar RTÍ 2016

KÆRU VINIR Í TEIBLINU,

Hér kemur fundarboð vegna aðalfundar RTÍ sem haldinn er í fyrsta skipti á FÖSTUDEGI 6. maí nk. í Lóni, Hrísalundi 1a, Akureyri City.

Í viðhengi er fundarboð/dagskrá aðalfundar, umboð, fundargerð 3. fulltrúaráðsfundar og fundarboð fánaskiptafundar frá IRO RTÍ.

Fundarklæðnaður á aðalfundi er skyrta, hálstau og jakki.

Formenn verða að skila skýrslu klúbba á pappír til landstjórnar svo við getum varðveitt sögu Round Table á Íslandi hjá Þjóðskjalasafni Íslands skv. samþykktum lögum á síðasta aðalfundi, lög 6.6 Varðveisla skjala

Stjórnarskipti verða á aðalfundi skv. lögum og fyrst undir þeim lið mun forseti skipta á fánum við klúbbformenn.

Fánaskiptafundurinn sjálfur verður svo haldinn í hádegsihléi (Lamb & Bearnaise) á laugardeginum með erlendum Teiblurum okkar og þar fara fram allar viðurkenningar og verðlaun fyrir starfsárið. Því vill ég minna Teiblara og klúbbformenn að mæta með alla farandsbikara og skildi eða koma þeim á landstjórn svo hægt sé að endurúthluta þeim. Í ár er einn klúbbur sem fagnar stórafmæli en það er RT-13 sem verður 10 ára, stofnaður 29. Apríl 2006. Hefð er fyrir því að klúbbar veiti afmælisgjafir við slík tilefni og mun það fara fram undir þessum lið.

 ÁRSHÁTÍÐ LCÍ & RTÍ

Þetta er árshátíðarhelgin okkar allra sem frábær Side by Side samvinna LC7 og RT5 hefur staðið af í meira en ár og veit ég það fyrir víst að það er allt lagt í þessa helgi hjá þessum klúbbum. Magnað BLACK & WHITE föstudagþemaspartý fer í gang klst eftir okkar aðalfund og passar það við fundarlok LCÍ líka. Árshátíðin á laugardagskvöldinu verður algjörlega mögnuð með geggjuðum veislustjóra (smá hint Sól…….) og ball á eftir með MAGNA ÁSGEIRS ROCKSTAR SUPERNOVA meistara og hljómsveit (smá hint Hvanndalsbræ…) 🙂

…Þetta verður alvöru ball með alvöru hljómsveit á Svalbarðseyri og verða rútuferðir auglýstar síðar frá Akureyri sem að sjálfsögðu eru innifalið í helgarpakkanum.

Þá er bara að drífa sig að skrá sig á flottustu árshátíðarhelgi allra tíma á www.rt5.is og skv. bókum nefndarinnar í gær er fjöldinn nú kominn í 180 manns (LC, RT og makar) stefnum við í 250 manna árshátíð og ball sem þýðir að það eru aðeins rúmlega 50 sæti laus…..OG ÞÚ VILLT ALLS EKKI MISSA AF ÞESSU 🙂

YOU KNOW IT…..LEGENDARY 🙂

Ykkar vinur í Teiblinu,

Helgi Rúnar Bragason

Forseti RTÍ 2015-2016

FRIENDS FOREVER

Fundarboð Aðalfundar RTÍ 2015-2016

Fundarboð Fánaskiptafundar RTÍ 2015-2016

RT-Umboð – Aðalfundur RTÍ 2015-2016

Fundargerð 3. Fulltrúaráðsfundar RTÍ 2015-2016

Be the first to comment

Leave a Reply

Support