Framboð til Varaforseta RTÍ 2017

Kæru vinir í teibli!

TAKK FYRIR!  Ég þakka ykkur fyrir að hafa leyft mér að starfa sem gjaldkeri hreyfingarinnar undanfarin 2 ár. Starfið í klúbbunum, landsstarfið á fulltrúaráðsfundum og svo landstjórnarstarfið er búið að vera frábært og hefur það opnað augu mín enn frekar fyrir því hvað þessi félagsskapur er frábært og tækifærin mikil.

Starf gjaldkera er hreyfingunni mikilvægt og færir það mikil tækifæri til þess að láta til sín taka í landsstarfinu. Hef ég því engar efasemdir um að sá sem við verkefninu tekur af mér á eftir að eiga góðar stundir í starfinu.  Ert það nokkuð þú?

 

JFK í forsetann!

Ég gef kost á mér sem varaforseta Round Table Íslands. Staða hreyfingarinnar er góð og mikil gróska í félagsskapnum. Mikilvægt er að við höldum áfram að styrkja klúbbana, aukum landsstarfið og félagar í Round Table Ísland séu virkir í alþjóðastarfinu. Ég sækist eftir tækifæri til að leiða hreyfinguna og tel mig eiga mikið erindi í það verkefni þar sem persónuleg reynsla mín, störf í hreyfingunni og síðustu 2 ár í landstjórn munu verða nýtt hreyfingunni til góðs.

 

Fái ég stuðning ykkar til þessa verkefnis mun ég:

* Fyrst og fremst leitast við að styrkja starf klúbbanna með því að hitta ykkur á fundi og starfa náið með forystu klúbbanna, þar sem ég mun gera starf landstjórnar enn sýnilegra inn í klúbbunum.

* Vinna náið með góðgerðaklúbb Round Table og auka gildi hans fyrir okkur félagana. Fjöldi íslenskra teiblara er mikill og með samstylltu átaki geta teiblarar lagt mikið að mörkum í samfélagsverkefnum.

* Stunda erlenda starfið af krafti sem fulltrúi hreyfingarinnar og halda áfram að kynna Ísland og starfið okkar þar. Erlenda starfið er með því besta sem hreyfingin hefur að bjóða og mun ég leitast við að fá erlenda teiblara og alþjóðafundi til Íslands.

 

Hver er JFK?

Ég hef verið félagi í Round Table í rúmlega 12 ár, fyrst sem félagi í Round Table 124 Ruislip, London og undanfarin áratug sem félagi í Round Table 8 Reykjavík. Ég er kvæntur Rósu Guðmundsdóttur og eigum við 3 dætur (6-14). Ég er búsettur í Reykjanesbæ og starfa sem vöruþróunarstjóri hjá alþjóðlegu hugbúnaðarfyrirtæki auk ýmissar frumkvöðlastarfssemi.

Að vera teiblari er mér og fjölskyldunni mjög verðmætt og hlakka ég til að halda áfram að taka þátt í starfinu og vona að ég fái stuðning ykkar til áframhaldandi starfa í landstjórn Round Table sem varaforseti og síðar forseti hreyfingarinnar.

Round Table gefur mér tækifæri til að tileinka mér nýja hugsun og hluti, aðlaga mig að nýjum og breyttum aðstæðum og að bæta sjálfan mig. Mikið hlakkar mig til næstu ára þar sem ég held ég held áfram að boða fagnaðarerindið – Round Table!

 

Ykkar vinur í teiblinu,

Jón Fannar Karlsson-Taylor

Round Table 8

Gjaldkeri Round Table Ísland 2015-2017

https://www.facebook.com/notes/10151935262019535/?pnref=story

Be the first to comment

Leave a Reply

Support