Framboð til IRO RTÍ – Jón Ísleifsson

Jón Ísleifsson

Sælir vinir í Teiblinu

Þar sem ég ef ákveðið að bjóða mig fram í embætti Alþjóðatengslafulltrúa (IRO), finnst mér rétt að kynna mig aðeins og fyrir hvað ég stend.

Ég heiti Jón Ísleifsson og er 41 árs, kvæntur Hildi Halldórsdóttur og eigum við tvær dætur. Ég starfa sem sölumaður hjá Danól. Ég fæddist í Reykjavík og ólst upp á Álftanesi. Ég flutti til Akureyrar 2003 og hef búðið þar síðan.

Ég er búinn að vera í Round Table síðan janúar 2010. Það má í raun segja að þetta hafi verið ást við fyrstu sýn. Minn þriðji fundur var fulltrúaráðsfundur sem klúbburinn minn RT5 hélt, það var ekki aftur snúið og hefur líf mitt að mestu snúist um Teibl síðan. Ég hef sinnt flestum embættum í klúbbnum og tekið fullan þátt í starfinu frá upphafi. Farið á marga fulltrúaráðsfundi og árshátíðir. Ég hef einnig tekið þátt í að skipuleggja eina slíka.

En afhverju IRO? Ég er svo heppinn að RT5 hefur verið mjög virkur klúbbur hvað varðar erlent starf innan hreyfingarinnar. Árið 2012 héldum við svokallað númeramót (Euromeeting), þar sem aðrir klúbbar númer 5 frá Evrópu hittast og hafa gaman. Ég hef farið á þrjú slík og er stefna tekin á Lúxemborg í maí á þessu ári. Að auki hef ég tekið þátt í AGM RT USA og RT World Meeting í Nepal. Þá má nefna að ég hef tekið þátt í ansi mörgum LC viðburðum m.a. farið á alheimsþing LC kvenna hérna á Íslandi og í Suður-Afríku auk annarra minni viðburða hjá LC. Konan mín er í alheimsstjórn og landsstjórn LC svo ég tek fullan þátt í Side by Side.

Í þessum ferðum mínum erlendis hef ég nú þegar myndað tengsl við erlenda Teiblara og tel ég tengslanet mitt orðið nokkuð stórt og gott. Ég hef t.d. hitt og teiblað með tveim síðustu alheimsforsetum, Jason Thomson og Altaf Jeevunjee og núverandi forseta hreyfingarinnar Kaj Kostiander.

Ég hef áhuga á að halda áfram því frábæra starfi sem Helgi og aðri IROar hafa gert síðustu ár og byggja ofan á það. Það er tekið eftir okkar „litla“ landi erlendis en við þurfum að vera duglegir að minna á okkur og vera sýnilegir.

Eitt af því sem ég hef heyrt frá mönnum út um allan heim er hvað það er gaman að ferðast um heiminn og fara á RT viðburði. Allir hafa þeir sömu sögu að segja; „ég vildi að ég hefði byrjað að ferðast fyrr“. Því vona ég að ég geti komið því frábæra RT starfi út um allan heim til skila til ykkar svo að þið getið skipulagt eins og eina ferð út á RT viðburð. Það er eitthvað sem þið munið ekki sjá eftir.

 

Með kveðju,

Jón Ísleifsson

RT5, Akureyri

Be the first to comment

Leave a Reply

Support