Ferðasaga RT-11, Skotland 2016

Það var í maí mánuði sem að Roundtable 11 menn lögðu land undir fót. Með í för voru 2 eldriborgarar eða það sem þeir vilja sjálfir láta kalla sig Old tablers. Þessi frábæri hópur var skipaður mönnum allastaðar að úr samfélaginu

Þetta voru, Sindri Valtýrsson, Arnór Arnórsson, Hafþór Snorrasson, Guðjón Örn Sigtrygggson, Sigurður Árnasson, Jóhann Þorvaldsson.

Þessir ungumenn og bráðmyndalegu peyjar úr RT-11 ákvaðu að skella sér alla leið til Aberdeen í Skotalandi, nánari staðsetning Westhill.

Farið var með Herjólfi snemma dags og ákveðið að fara í sumarbústað þangað til við ættum að mæta út í SunnyKef, sem og við gerðum. Jojo var sá skynsami og fékk það hlutverk að drekka ekki bjór í pottinum og keyra okkur upp á flugvöll. Já nú haldi þið að ég sé orðin fullur en svo er ekki, Jojo var klárlega maðurinn sem kom okkur á leiðarenda og þökkum við peyjarnir honum fyrir frábæran akstur upp á völl.

Þegar við vorum komnir upp á flugvöll lá það ljóst fyrir að undirritaður var orðin þunnur og klukkan ekki orðin 03:00 og langur dagur framundan,

Svo kom kallið, nú skal haldið upp í vél. Spenningurinn  í mannskapnum var svo mikill að Hafþór Snorrasson ákvað að kaupa súrdeigsbrauð og kæfu til að hafa í fluginu.

En þegar við komum út úr rananum og inn í strætó  komust við að því að við vorum að fara að fljúga á miklu minni vél en við höfðum órað fyrir, en flugið var bara mjög gott þrátt fyrir allt sem á undan var gengið. Haffi kláraði súrdeigsbrauðið sitt og kæfuna, á meðan aðrir voru í því að fá sér smá malt.

Þegar við lentum á Skotalandi voru menn mættir upp á flugvöll til að sækja okkur. Þarna sáum ég strax að ég væri að eignast góða félaga á erlendri grundu.

Fyrsti dagurin var notaður til að þræða skemmtihús og sinna skyldum sínum fyrir konur og börn niðri miðbæ Aberdeen. Því jú eins og alvöru Eyjamönnum sæmir gátum við ekki mætt seint svo við ákváðum að koma degi á undan.

Gekk allt eins og í sögu þangað til Jojo var orðinn eftirlýstur í Skotlandi, fyrir þá sem vilja vita af hverju hann var eftirlýstur þá verði bara ræða það við hann.

Þegar við vorum aftur komnir upp í Westhill var ákveðið að skella sér á bæjar skemmtistaðinn.
Við vorum varla komnir inn þegar eigandinn ákvað að henda okkur út. Enn vitum við ekki af hverju.

Dagana eftir tóku við frábærir dagar þar sem við eignuðumst góða vini hvaðanæva að úr heiminum. Við tókum strax eftir því að við vorum vel liðnir og tókum stundum virkan þátt í að mynda stemmningu, meðal annas með því að vera með fullt af íslenskum húfum, mat og drykk. Enda lá það strax fyrir að þeir vildu að við myndum halda númermót 2018. Við vorum ekki mikið að velta því fyrir okkur enda ný byrjarðir að vinna fyrir ematm2017.

Svo kom að því að fulltrúar allra landa tóku saman fund. Það lá ljóst fyrir að þar voru menn búnir að ræða sig saman á að  ísland rt-11 verði með númerafund 2018. Ég og Sindri ákvaðum að þetta yrði bara tæklað þannig að við yrðum með númermót 2018 fyrst við vorum byrjaðir á þessari alþjóðafundagleði.

Það er rosalega erfitt að segja í pistli frá þessu öllu því maður veit ekki hvar maður á að enda.

Ég ætla þó að enda á þessu á þeim orðum

Ef þú ert ekki búin að sækja erlendan fund þá ráðlegg ég þér að gera það sem fyrst því þú veist ekki afhverju þú er að missa af.

Guðjón Örn Sigtryggsson

Formaður Roundtable 11

Be the first to comment

Leave a Reply

Support