FERÐAHAPPDRÆTTI RTÍ

Nú er tækifærið! Ferðahappadrættir fyrir alla RT félaga, m.t.t. 5 gr. hér að neðan.

 

1. Tilgangur ferðahappdrættisins er að efla alþjóðleg kynni með því að stuðla að ókeypis ferð eins RT félaga á erlent mót RT félaga.

2. Ferðin verður að vera farin sumar eða haust þess árs sem efnt er til happdrættisins.

3. Allir klúbbar í RTÍ hafa rétt til þátttöku.

4. Allir félagar í RTÍ greiða gjald til ferðahappdrættisins og myndar það upphæðina sem er í boði ár hvert.

5. Landsstjórn annast drátt og skal hann fara fram 3. fundi fulltrúaráðs. Eingöngu þeir klúbbar sem hafa greitt gjöld sín til landsstjórnar koma til greina í útdrættinum.

6. Draga skal 3 númer. Ef sá klúbbur sem dreginn er fyrstur getur ekki nýtt sér vinninginn gengur hann til næsta klúbbs.

7. Tilkynna skal landsstjórn innan 4. vikna hver fer í ferðina.

8. Vinningshafa er óheimilt að afhenda vinninginn öðrum aðila.

9. Greiðsla vinningsupphæðarinnar fer fram að ferð lokinni, þegar vinningshafi hefur skilað skriflegri skýrslu til landsstjórnar eða ferðasögu til ritstjóra RTÍ.

10. Öllum ágreiningi skal vísað til landsstjórnar.

Með Round Table kveðju

Þórhallur Harðarson, ritstjóri RTÍ 2014-2016

Be the first to comment

Leave a Reply

Support