Daníel Sigurður Eðvaldsson – Framboðsgrein til ritstjóra RTÍ

Sælir félagar,

Veit nú ekki hvort það sé mikil hefð fyrir því að frambjóðendur til embættismanna
landstjórnar skrifi framboðsgreinar eða þá hvort það sé yfirhöfuð mikil barátta um þau
embætti almennt. En þrátt fyrir allt langar mig að koma frá mér nokkrum orðum til að gefa
ykkur tækifæri á að kynnast mér og hvað ég stend fyrir.

Uppalinn er ég í Reykjavík og Þýskalandi en er í dag búsettur á Akureyri. Þar útskrifaðist ég
með bakkalársgráðu í Fjölmiðlafræði en fyrir tilviljun í formi efnahagshruns fann ég köllun
mína í álbransanum, en í dag starfa ég sem sérfræðingur í framleiðsluskipulagi hjá Becromal
á Íslandi. Þar fyrir utan starfa ég sem sjálfstæður vefforritari. Á sviði fjölmiðlunar starfaði ég
um nokkurt skeið hjá Morgunblaðinu bæði sem tæknimaður á vefsjónvarpinu en einnig
skrifað stakar greinar, ritstýrt útgáfu skólablaða og sett á fót og stýrt nokkrum
afþreyingarsíðum gegnum árin.

Helstu markmið í embætti er fyrst og fremst að halda áfram því góða starfi sem fyrrum
ritstjórar hafa lagt af hendi. Um leið þó er sérstakt markmið að efla heimasíðuna og færa
hana nær nútímakörfum í bæði útliti, aðgengi og efnisvali. Jafnframt tekið þátt í mótun nýja
Online Vision kerfinu. Eitt er víst að ég hef gríðarlega mikinn áhuga á að fá að spreyta mig á
þessu embætti, hreyfingunni til góðs, en á sama tíma langar mig að stökkva svolítið út í
djúpu laugina og kynnast landsstarfinu betur og kynnast þeim fjölmörgu andlitum sem eru
virkir í starfinu.

Sjálfur hef ég því miður ekki langan feril að baki innan Round Table en ég kom fyrst inn í RT-5
á Akureyri í apríl 2017 og tekinn inn formlega mánuði síðar. Á þeim tíma sem liðið hefur hef
ég sýnt starfinu mikinn áhuga. Mætt á alla númeraða fundi hjá mínum klubbi og bæði sótt
fulltrúarráðsfundina í Keflavík og svo á Reykholti. Hlakka mikið til að geta teiblað meira
næstu árin bæði hér heima og erlendis.

Ykkar í teibli,
Daníel Sigurður Eðvaldsson
RT-5 Akureyri

1 Comment on Daníel Sigurður Eðvaldsson – Framboðsgrein til ritstjóra RTÍ

  1. Hér er á ferðinni magnaður teiblari. Daníel þekkir félagsmál mjög vel og er sannkallað félagsmála tröll. Mælti með honum inn í hreyfinguna og stend með honum heilshugar. Þetta er teiblari sem kemur til með að vinna vel fyrir hreyfinguna og gera henni gagn. Daníel er framtíðar landstjórnarmaður og er þetta embætti góð byrjun á þeim ferli.
    Veldu öruggan og traustan teiblara með góða framtíðarsýn í embættið.
    Settu X við Daníel !

Leave a Reply

Support