Allir heiðursfélagar RTÍ á Árshátíð 2016

Kæru félagar,

Sú stórmerkilega frétt er staðfest að allir fjórir heiðursfélagar RTÍ frá upphafi hafa boðað komu sína á árshátíðina okkar í ár, þann 7. maí á Akureyri. Er þetta í fyrsta skipti í sögu Round Table á Íslandi sem þeir Mats Wibe Lund, Björn Viggósson, Aðalsteinn Árnason og Eggert Jónason ætla allir að mæta saman frá því þeir hlutu þann mikla heiður að vera útnefndir heiðursfélagar RTÍ.

Útnefning heiðursfélaga er æðsti heiður sem RTÍ getur veitt og getur sá aðeins hlotið sem hefur sérstaklega þjónað Round Table á Íslandi.

Mats Wibe Lund

Heiðursfélagi 1 – Mats Wibe Lund árið 1979, fyrir frumkvæði að stofnun Round Table á Íslandi og framúrskarandi störf í þágu hreyfingarinnar.

Björn Viggósson

Heiðursfélagi 2 – Björn Viggósson árið 1989, fyrir frábær störf í þágu hreyfingarinnar.

Aðalsteinn Árnason

Heiðursfélagi 3 – Aðalsteinn Árnason árið 1998, fyrir frábær störf í þágu hreyfingarinnar.

Eggert Jónasson

Heiðursfélagi 4 – Eggert Jónasson árið 2010, fyrir framúrskarandi störf í þágu hreyfingarinnar.

Hér erum við að tala um einstakt tækifæri fyrir okkur alla að hitta þessa heiðursmenn og eiga með þeim góðar vinarstundir. Ekki eru margir miðar eftir og því fer hver að verða síðastur að skrá sig og greiða enda glæsileg árshátíðarhelgi LCÍ & RTÍ í vændum og eru þessi tíðindi enn ein rósin í hnappagatið hvað helgina varðar 🙂

Skráningarsíðan er www.rt5.is og þeir sem vilja fylgjast með FB síðu árshátíðarinnar þá er heitið á henni

Sjáumst hressir og kátir í frábærum félagskap okkar heiðursfélaga 🙂

Ykkar vinur í Teiblinu,

Helgi Rúnar Bragason

Forseti RTÍ 2015-2016

FRIENDS FOREVER

 

 

Be the first to comment

Leave a Reply

Support