AGM SVÍÞJÓÐ 2016

Fimmtudaginn 19. maí 2016 héldu tveir galvaskir sexu félagar, (undirritaður og Guðjón Andri) af stað á AGM í Svíþjóð. Hófst ferðin með morgunflugi til Kaupmannahafnar og þar hoppað í lest þar sem leið lá til Riksmöte í Varnamo Wild Wild West. Lestarferðin tók ca. 3 klst og nokkra bjóra.gummitr6_1

Komið var á áfangastað seinni part fimmtudags, tékkuðum við okkur inn á hótel.  Við hittum þar marga góða Round Table félaga.  Var okkur félugunum boðið í forseta kvöldverð, þar voru saman komnir formenn RT klúbba í Svíþjóð ásamt mökum og nokkrir vel valdir erlendir gestir.  Þar var partý fram eftir nóttu.

gummitr6_2gummitr6_4

gummitr6_3

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Föstudagsmorguninn skoðuðum við okkur aðeins um í þessu frábæra kántrý þorpi sem innihélt veitingastaði, minjagripaverslun, hótel, risa tjaldstæði, búngalóa og allir lifðu sig inn í þetta umhverfi, hver í sínum búningi.  Um miðjan daginn var strandpartý sem við kíktum í og röltum á milli tjalda og hjólhýsa.  Um kvöldið var hópnum sem taldi 1400 manns skipt í nokkur partý þar sem við fengum mexikanskan mat.

gummitr6_6gummitr6_8

 

 

Laugardagsmorgun var hefðbundinn aðalfundur þeirra Svía sem fór fram á ensku í upphafi fyrir erlenda gesti, gjafir voru veittar og eftir það var skipt yfir í sænskuna og yfirgáfum við þá fundinn.  Röltum við um og heimsóttum dönsku, norsku og suður-afrísku vini okkar, endaði svo dagurinn með frábærum galadinner sem byrjaði með fordrykk í garðinum fyrir framan hótelið okkar.  Í kvöldverð voru saman voru komnir 1400 RT og LC félagar.

gummitr6_10 gummitr6_9

Sunnudagur var heimferðardagur, áttum við pantað í lestina en fengum far í bíl með RT félaga sem býr í Malmö ásamt David DS frá Belgíu.  Tókum smá rölt um miðbæ Malmö og kíktum á kaffihús, þrír þreyttir RT félagar.  Tókum lestina svo yfir til Kaupmannahafnar og svo flug til Keflavíkur.  Frábær helgi í góðum félagsskap og hvet ég alla sem ekki hafa farið á AGM erlendis að skella sér á eitt slíkt, fengum við frábærar móttökur.

gummitr6_11

 

Kær kveðja, sjáumst í Tablinu í vetur,

Guðmundur Jóh RT-6

 

 

Be the first to comment

Leave a Reply

Support