Af hverju fór ég í framboð til gjaldkera?

Ég sat á fulltrúaráðsfundi á Húsavík, þegar menn voru að hvetja félagana í að bjóða sig fram í embætti Roundtable Íslands. Strax fór ég að hugsa þetta með mér og strax fannst mér akkurat vera komin tími til þess að bjóða mig fram. Ég var bara ekki viss hvað ég vildi fara langt í að bjóða mig fram. Strax á Húsavík bauð ég mig fram í Sjoppustjóra (og hef ákveðið að draga það til baka).

Eftir að ég kom heim velti ég þessari snilldar hugmynd sem ég var með í hausnum  upp fyrir kærustunni. Hún sagði strax að þetta væri klárlega einhvað sem ég ætti að gera. Síðan liðu nokkrar vikur á meðan ég hugsaði þetta vel og vandlega. Ég tók síðan ákvörðun og bauð mig fram í desember.

Hver er ég?

Ég heiti fullu nafni Guðjón Örn Sigtryggsson, 27 ára, tveggja barna faðir á föstu, frá suðurhafseyjunni Heimaey.

Ég starfa í margskonar félögum, allt frá politík, íþróttum, sportveiði, karlakór o.s.fv. Menn kannski spyrja sig hvort ég hafi tíma til að sinna starfi gjaldkera RTÍ. Svarið er einfalt – JÁ. Maður hefur alltaf  tíma fyrir Roundtable, auðvitað þarf maður að skipuleggja sig vel og vandlega.

Ég er búinn að vera félagsmaður í Roundtable síðan 2013, á þeim tíma hef ég farið á nokkuð marga frábæra fulltrúaráðsfundi og fór til dæmis til Skotlands í maí á seinasta ári á númermót og stefni aftur til Eistlands á þessu ári.
Kæru félagar,

Setjum X við  G  því  það stendur fyrir Gjaldkera

Setjum X við G því það stendur fyrir Gleði

Setjum X við G því það stendur fyrir Gagnsæi

Setum X við G því það stendur fyrir Guðjón Örn

Sjáumst Hressir í Hrauneyjum þar sem peyjarnir af Selfossi taka vel á móti okkur.

 

Bestu Kveðjur úr Eyjum

Guðjón Örn Sigtryggson
Rt- 11
Vestmannaeyjar.

Be the first to comment

Leave a Reply

Support