90 ára afmælishátíð Round Table – ferðasaga Guttorms

 

Að morgni föstudagsins 10. mars 2017 hófu 6 ferskir teiblarar (Landstjórn ásamt Guðjóni Andra og undirrituðum) ferð sína í 90 ára afmælispartý Round Table sem var haldin í Winchester og Southampton. Þessari frábæru helgi var startað með Sjampó í Saga lounge sem setti óneitanlega tóninn fyrir helgina.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þegar til Gatwick var komið var planið að hitta Brian, danskan ofurteiblara það gekk hálf ílla en við fundum hinsvegar bar á flugvellinum sem bruggar sitt eigið gin. Þessi staður ætti að fá Michelin stjörnu ef slíkt væri hægt, klárlega þess virði að stoppa þar.

 

 

 

 

 

 

 

 

Eftir nokkra klukkutíma á Gatwick var haldið í 2 tíma lestarferð niður til Southampton og leigubíll tekinn restina af leiðinni. Þegar á hótelið var komið tóku á móti okkur nokkrir hressir Íslendingar. Eftir að menn voru búnir að losa sig við töskur og taka út hótelbarinn var haldið á Knæpu sem menn höfðu heyrt að yrði full af teiblurum, það reyndist rétt og þar var teiblað fram eftir nóttu.

Á laugardeginum þegar var búið að starta mannskapnum var þrammað upp í The Great Hall þar fyrir utan fengum við armbönd fyrir partý kvöldsins og þennan glæsilega pening, þegar inn var komið blasti við manni borðið sem þið sjáið á fyrstu myndinni í bakgrunninum, það var mögnuð upplifun að vera kominn þarna í vöggu Round table. Eftir að hafa spjallað við mennina og tekið tvö lög fyrir útlendingana héldu nokkrir íslendingar á topp steikhús bæjarins og tóku staðinn yfir.


 

 

 

 

 

 

 

Eftir matinn var haldið í hótel garðinn þar sátu menn í vor blíðunni og spjölluðu við Dani, Skota og Hollendinga. Þegar það var búið að þurrka upp barinn og reyna ýmsa samningatækni til að komast í gufu eða nudd var haldið til Southampton í house partýi-ið, Geggjaðir dj-ar, ódýrir drykkir og góður félagskapur einkenndi kvöldið, tveir íslendingar voru teknir inn í Buffaló regluna að partýinu loknu var haldið á klúbba í Southampton og svo aftur á Alfies í Winchester

 

Sunnudagurinn var svo heimferð, við tókum leigubíl upp í London þar tvístraðist hópurinn einhverjir fóru á leik, en ég, Guðjón Andri og Brian ákváðum að rölta aðeins um við kíktum aðeins á Betu, hún biður að heilsa, þegar uppá flugvöll var komið, var ákveðið að fara aftur á Gin barinn góða áður en skilið var við Bretland.

 

Þetta var mín fyrsta ferð út í alþjóðlegt teibl og ég skil vel afhverju reyndari menn eru alltaf að segja nýliðum og þeim sem ekki enn hafa farið að drífa sig, þetta er upplifun sem menn mega ekki missa af.

 

Til ykkar sem voruð þarna úti með mér þakkir fyrir frábæra ferð !

 

Kær Kveðja, þar til næst

Guttormur Ingi RT-6

 

Be the first to comment

Leave a Reply

Support